Wednesday, October 26, 2011

Hamskipti/Metamorphosis - Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir
 Á sýningunni Hamskipti er varpað ljósi á samvinnu þeirra HildarYeoman fatahönnuðar og tískuteiknara og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara sem eiga að baki ólíkan feril úr tískuheiminu. Þær hafa báðar vakið verðskuldaða athygli fyrir verk sín og skapað sér nafn hvor á sýnu sviði bæði hér á Íslandi og erlendis.

Grunnstef sýningarinnar tilheyrir heiminum undir yfirborði sjávar þar sem takturinn er mjúkur og líðandi, en jafnframt kaldur og dimmur. Þar er að finna ævintýralegan heim goðsagna sem búa á mörkum hins raunverulega og óraunverulega. Efniviðurinn og litanotkun endurspeglar heim undirdjúpsins og áhorfandinn stendur frammi fyrir veröld sem er senn í mótun eða í miðjum straumi tískunnar á augnablikinu þegar eitthvað nýtt verður til.

Hildur og Saga hafa áður verið í samstarfi en þær settu saman sýningu sem bar titilinn Álagafjötrar í Gallery Kling & Bang 2010. Skærir litir, rómantík og nostalgia einkenna verk þeirra þar sem íslensk náttúra og handverkshefð mæta tíðaranda tískunnar og áhrifa gætir frá ýmsum áttum eins og kvikmyndum,
klassískum málverkum, tónlist svo eitthvað sé nefnt. 

Á þessari sýningu taka þær samstarfið skrefi lengra og hafa unnið videoverk og lifandi innsettningu. Tónverkið ásýningunni er eftir Þórð Sigurðsson og Ella Egilsson.

English short version: 
Metamorphosis is a collabaration show between Saga Sigurðardóttir and Hildur Yeoman. It will be opened next Saturday (29th of October) at 15:00 in Hafnarborg art gallery in Hafnafjörður. If you are in Iceland you should take the time to take a look at this wonderful collabaration show.

Hamskipti / Metamorphosis  
Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir
Laugardagurinn 29. október kl 15:00 Hafnarborg í Hafnarfirði.
Endilega gefa sér tíma til að mæta og allir eru velkomnir!!

Over&Out
G

No comments: