Wednesday, August 17, 2011

Menningarnótt í Kronkron


Cherry Bomb collection by Hildur Yeoman shoot by Saga Sig

Á mennigarnótt verður uppi heljarinnar húllumhæ í versluninni Kronkron að Laugavegi 63b.

Ný vetrarlína Kron by Kronkron verður komin í hús og ætlar Hildur Yeoman að sýna nýja fylgihlutalínu sína, Cherry Bomb collection.

Hildur ætlar að stílesera gluggann og leiðir þar saman Kron by Kronkron og hönnun sína á skemmtilegan hátt.

Hún sýnir einnig ljósmyndaverk sem unnin voru af henni og Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara í tengslum við Cherry Bomb línunna.

Gleðin mun standa yfir allan daginn og langt fram á kvöld.

Um kvöldið verður jafnframt lifandi tónlist, en jassgeggjararnir í Tríó Bók munu munu gleðja gesti og gangandi.

Um kvöldið verður einnig dregið í happadrætti þar sem vinningar eru ekki af verri endanum, en það verða vinningar bæði frá Kron by Kronkron og Hildi Yeoman.

Opið verður frá kl: 10.00 - 22.30 og eru allir velkomnir.
Skóverslunin Kron að Laugavegi 48 mun skarta sínu fegursta á menningarnótt. Listakonurnar Guðrún Tara Sveinsdóttir og Elizabeth Sonenberg, búsett í New York, sýna verk í glugganum og því verður ásýnd verslunarinnar með óhefðbundnu móti þennan dag.

Ljósmyndir eftir Sögu Sigurðardóttur af Kron by Kronkron munu prýða veggi verslunarinnar og verður tekið vel á móti gestum og gangandi þennan daginn frá kl: 10-22.30

Drykkir, tónlist og almennt stuð verður allan daginn í Kronkron en milli kl: 20-22:30 um kvöldið verður happdrætti. Ef þið eruð á facebook þá er viðburðurinn skráður HÉR

Viðburður sem tískuáhugafólk og fagurkerar ætti ekki að láta framhjá sér fara!

For my english readers:
Kron by Kronkron will be showing their fall collection next Saturday 20/8.2011, also will Cherry Bomb collection by Hildur Björk Yeoman shown, art piceces by Guðrún Tara Sveinsdóttir and Elizabeth Sonenberg will hang in the windows. Kron by Kronkron lookbook by photographer Saga Sig will hang on the wall. If you are in Reykjavik and you love art and fashion then I highly reccomend that you check it out!

All this will take place at Kronkron at Laugavegi 63b, 101 Reykjavik between 10-22.30 
Over&Out
G1 comment:

Polliani said...

I love it
http://polliani.com/